hæ hæ
Jæja þá sitjum við Magga og Anna við eldhúsborðið hennar Stínu og horfum á hana elda dýrindis humarsúpu og svo er hún líka að hræra í þessa flotta eplasöku namm nammmm. Erum að bíða eftir Ástu, Gullu og Guffu.
Nú verður gaman og mikið talað og hlegið, gaman gaman
Vinir og fjölskylda | 27.8.2009 | 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er skrítinn heimur
Má til með að benda ykkur á þessa frétt, Við kennararnir erum svo oft að ræða um afmæli nemenda okkar.
Auðvitað á ekki að skilja útundan í barnaafmælum og boðskortum á alls ekki að dreifa í skólanum ef ekki er öllum boðið - en ... er þetta ekki pínu langt gengið að fara með málið fyrir þing? Hvað finnst ykkur?
Það verður spennandi að fylgjast með þessu
Kv
Margrét
![]() |
Barnaafmæli veldur uppnámi í Svíþjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | 29.6.2008 | 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hér er eitt bara fyrir þig Helga mín og líka fyrir ykkur hinar og blggvinina okkar Drottningar og drekaflugur
Vinir og fjölskylda | 15.1.2008 | 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4 bollar soðnar sætar kartöflur, þetta eru um 3 4 stórar
1 bolli sykur
1¼ tsk salt
3 stk egg
1 tsk lyftiduft
1½ tsk vanilludropar
1 msk brætt smjör
Allt hrært saman og sett í eldfast mót
180° í 20 30 mín.
Hér væri hægt að geyma og hita aftur daginn eftir
Ofan á
5 msk smjör
½ bolli púðursykur
2 bollar kornflex
öllu blandað saman og sett yfir og svo aftur inn í ofninn í 20 30 mín
Vinir og fjölskylda | 10.1.2008 | 18:22 (breytt kl. 18:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Japanskur kjúklingaréttur með stökkum núðlum.
Fyrir 6-8
6-8 kjúklingabringur
Olía til steikingar
Sweet hot chili-sósa, eftir smekk
2 pokar súpunúðlur
200 gr möndluflögur
2-4 msk sesamfræ
Blandað salat, t.d. klettasalat, eikarlauf og lambasalat
2 öskjur kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
2 mangó skorin í bita
1 rauðlauk, skorin í sneiðar
1 bolli ólífolía
½ bolli balsamedik
4 msk sykur
4 msk. Sojasósa
Skerið kjúklingabringur í strimla og snöggsteikið í olíu á pönnu. Hellið sweet hot chili-sósunni yfir og látið malla í smá stund.
Setjið ólífolíu, balsamedik, sykur og sojasósu í pott og látið suðuna koma upp. Hrærið af og til í sósunni á meðan hún er að kólna svo hún skilji sig ekki. Láta kólna
Brjótið súpunúðlur í litla bita og ristið á þurri pönnu svo þær verði stökkar. Setjið til hliðar á disk og látið kólna. Ristið möndluflögur og sesamfræ sitt í hvoru lagi, Setjið til hliðar og kælið.
Setjið salat í stóra skál eða fat og blandið kirsuberjatómötunum mangóbitum og rauðlauk saman við. Dreifið ristuðu núðlunum, möndluflögunum og sesamfræjunum yfir, dreypið sósunni yfir og setjið loks heita kjúklingastrimlana ofan á.
Þessi réttur geymist vel og er líka góður kaldur. Hann hentar vel einn og sér sem klúbbréttur eða málsverður. Það er hægt að minnka og stækka hlutföllin eftir því sem við á.
Sticky toffee pudding
175 gr. flórsykur
60 gr. smjör
2 - 3 egg
175 gr. hveiti
1 tsk lyftiduft
175 gr döðlur smátt skornar
1 bolli soðið vatn hellt yfir döðlurnar
½ tsk. vanilludropar
1 tsk matarsódi
baka í 30 mín í 170° C í blástursofni
Aðferð
Döðlur + vatn látið standa.
Flórsykur og smjör þeytt saman => létt og ljóst, eggjunum bætt út í einu í einu og þeytt á milli. Restin sett útí og enda á döðlujukkinu.
Deigið á að vera frekar lint.
Kakan á að vera örlítið klesst í miðjunni, þannig að það má suða í henni þegar hún er tekinn út úr ofninum
Sósa
80 gr. smjör
75 gr. púðursykur
4 msk. rjómi
Hitað í potti þar til sykurinn er vel uppleystur, gera holur í kökuna, (ég nota skaftið af hrærunni í þeytaranum) og hella sósunni yfir og allt í kring. Það er líka gott að tvofalda sósuna namm namm
Vinir og fjölskylda | 8.1.2008 | 19:03 (breytt 13.1.2008 kl. 11:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
hæ hæ
Eftir mikla spennu þá eru hér 2 efstu sætin í The ultimate rock video. Annars var hér þetta líka svaka partý í gær hjá Möggu og mættu Anna og Ásta líka ásamt viðhenginu he he. Partýið stóð lengi og uppúr 2 þá var farið á Gaukinn og og dansað og dansað og meira að segja Gummi dansaði. Siggi Hlö og Valli þeyttu skífurnar eða réttara sagt shuffluðu itunes í Apple tölvunum sínum. Til að komast á Gaukinn misstum við af topp 2 í The ultimate rock video og hér koma þau.
Kv.
Margrét
Jæja hér er myndbandið sem var nr. 1
Og hér er myndbandið sem var í öðru sæti.
Vinir og fjölskylda | 4.11.2007 | 21:14 (breytt kl. 21:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta var algjör snilld á sínum tíma.....kannski ekki uppáhaldið hjá konum.
Kveðja Guð
Vinir og fjölskylda | 28.10.2007 | 13:28 (breytt kl. 14:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég skora á ykkur í að finna hallærisleg myndbönd á youtube og setja inn. Þið þurfið að kópera embed kóða til hægri við myndbandið og peista svo inn í bloggfærsluna. Það þarf bara fyrst að skipta yfir í html ham, en það gerið þið með því að velja Nota HTML - ham sem er í hægra horninu þar sem þið skrifið færslu inn.
Mitt framlag í keppnina er þetta frábæra myndband með Modern Talking . Tískuslys aldarainnar.... og hvað segið þið um hárið á gægjanum he he.... kv. Magga
PS. Þakka Helgu systir fyrir þessa hugmynd en hún setti hana inn á síðuna hjá sínum saumó
Vinir og fjölskylda | 7.10.2007 | 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hæ hæ gellur
Minni á saumó á fimmtudaginn
eigum við að segja mæting um kl. 20 - 20:30
Matseðillinn er svona
Fylltar kjúklingabringur með hráskinku og mossarella og fersku basil
Salat að hætti hússins
Beltisdýra kartöflur
Þessu verður skolað niður með gosi að eigin vali eða vatni
Eftirréttur
Litla syndin ljúfa, borin fram með vanillu- og hindberjasósu
Einnig verður konfekt í boði Nóa- Síríus
Með þessu verður boðið upp á kaffi að hætti Möggu
Síðan verður skemmtidagskrá sem þið stelpur góðar sjáið um í formi spjalls og kjaftasagna hmmmmm
Stína ætlar að sjá um þennan dagsskrárlið hehe
Ég hlakka sko til
Það verður fjör
Vinir og fjölskylda | 7.3.2007 | 20:30 (breytt kl. 20:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar